Fylgsnið er þriðja bókin í ritröðinni um fólkið á Heiðarbýlinu eftir Jón Trausta eða Guðmund Magnússon eins og hann hét með réttu; sú fjórða ef Halla er talin með. Kom hún út árið 1910. Með sögunum öðlaðist Guðmundur viðurkenningu sem mesti rithöfundur landsins. Fram að því höfðu íslenskir rithöfundar ekki mikið lagt sig eftir að skrifa skáldsögur. Var það helst Jón Thoroddsen, Torfhildur Hólm og Jónas frá Hrafnagili. En nú var allur byrjendabragur af íslensku skáldsögunni og því má segja að Guðmundur Magnússon hafi brotið blað í íslenskri skáldsagnagerð með útkomu bókarinnar Höllu og næstu bóka.
-
- HÖFUNDUR:
- Jón Trausti
- ÚTGEFIÐ:
- 2011
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 264